Björgvin Gíslason
 

Innrás í Kópavoginn


Þetta byrjaði allt í Kópavogi þar sem var mikil gróska í bílskúrsbandamenningunni á miðjum sjöunda áratugnum.


Við Smári Kjerrumgaard Bergsson gerðum innrás í Kópavoginn einhverntíma uppúr 1965 eða ’66. Aðalgæinn þar var Sigþór Hermannsson sem seinna varð Sissi í Zoo. En mín fyrsta hljómsveit var Flamingó þar sem voru Sissi, Ari Kristins (síðar kvikmyndatökumaður par excellence), Palli Eyvinds, Smári Kjerrumgaard og Steini trommari – auk mín. Flamingó varð svo fljótlega að Zoo en þá tók Óli Torfa við af Smára og Sissi fór á bassann í stað Palla. Við vorum að spila Small Faces, Who og fleira í þeim dúr og stældum Who með því að brjóta gítara. Sissi hafði nóg að gera við að tjasla hljóðfærunum saman eftir hverja spilahelgi. Zoo þótti bara nokkuð góð hljómsveit – í bullandi samkeppni við Bendix úr Hafnarfirði.




Björgvin Gíslason hljómlistarmaður fæddist í Reykjavík 4. september 1951, ólst upp í Meðalholtinu með foreldrum sínum og tveimur eldri systrum, býr enn í Meðalholtinu og ætlar ekki að fara þaðan nema með tærnar upp í loft.

Hann hefur komið ótrúlega víða við á löngum tónlistarferli – bæði í sinni tónlist og annarra – og heldur áfram að læra. Aðalhljóðfærið alla tíð hefur verið gítar en hann grípur þó léttilega í fjölmörg önnur hljóðfæri, einkum indverskan sitar, píanó og önnur hljómborð af ýmsu tagi. “Ég er sjálflærður – nema að ég tók einu sinni píanónámskeið í Tónskóla Sigursveins og sé ekki eftir því,” segir hann.

“Og liðið, maður, liðið...“

ZOO

Björgvin,Jonni,Óli K8,Óli Torfa

Óli,Sissi,Björgvin,Óli Torfa,Ari Kristins

ZOO